miðvikudagur, 1. ágúst 2007

Mojitosdagur again in Costa del Yrsufelli :)

Síminn vakti mig um hádegið.
Ég er sko enn að jafna mig eftir ferðalagið og las svo Harry Potter and the Deathly Hollows til morguns og kláraði bókina.
Bókin var svo spennandi að það var ekki hægt að leggja hana frá sér.
En. síminn: Prentsmiðjan tilkynnti mér sem sagt að það væri SÓL og tilvalið að eyða deginum í mojitosdrykkju og sólböð í dag.
Lesbían kom og sótti mig og við erum búnar að baka okkur í félagsskap geitunga og prentara í allan dag.
Nú á að skunda á Kringlukrána að éta pizzu 2/1 í boði Einkaklúbbsins og Skattmann :)
Lifið heil og verið glöð og drekkið mojito.
Mynta er holl!!!

Engin ummæli: