Ólýsanleg tilfinning
Ég sit nývöknuð með tárin í augunum og skoða þessa litlu gersemi sem fæddist í gærkvöldi.
Þessi litli maður hefur heillað mig algjörlega upp úr skónum og tilfinningin vex og vex.
Það er einfaldlega ótrúleg upplifun að verða amma.
Lífið er fullt af dásemdum :)
1 ummæli:
Þú ert BARA dúlla amma gamla! Bið að heilsa afa og knús í kotið:* Við unga fólkið ætlum að skemmta okkur, það er sko verslunarmannhelgi (þú veist, þá skemmtir unga fólkið sér eins og þú gerðir í den tid, áður en þú varðst AMMA).
Lesbían
Skrifa ummæli