Bankar og grunnskólar
Það vantar kennara í fjöldann allan af skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Það virðist ekki vera mikil umræða eða áhyggjur meðal foreldra vegna þessa.
Ætli staðan væri ekki önnur ef kennarar væru bankastarfsmenn eða bankastjórar?
Fólki er nefnilega annt um peningana sína og þjónustu við þá.
Ef verulega vantaði í bankana og þjónusta við landsmenn í þeim stofnunum rýrðist yrði fljótt að heyrast í fólki.
Börn eru víst ekki peningar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli