Gjaldeyrisviðskipti litlu sys og frábærir fiskidagar :)
Litla systir mín hefur aðeins einu sinni komið til útlanda.
Þá fór hún í siglingu með togaranum sem þáverandi maðurinn hennar var á.
Það var lítið stoppað, rétt litið í moll í Hull eða Grimsby.
Nú um helgina meðan stóra systir át á sig gat í vellystingum hjá Lehamzdr, frú hans og börnum, fór litla sys í alvöru sólarlandaferð til Lancarote.
Hún fór vopnuð mygga brúsa, sólarvörn og sundfötum!
Einhvern gjaldeyri hafði hún með í för en í byrjun júní var hún í bandi við mig og sagði mér að hún þyrfti að fara að PANTA gjaldeyri.
"ha? Panta gjaldeyri" spurði ég.
"ER ÉG KANNSKI ORÐIN OF SEIN?" var svarið!!!
Ég dó næstum úr hlátri.
Blessunin, hún hefur það fínt, er búin að fara í hellaferð og skoða hvíta krabba og hefur blessunarlega sloppið við bit og ef GJALDEYRIRINN endist verður þetta örugglega ævintýraferð sem mun lengi lifa í minni hennar (og mínu, PANTA GJALDEYRI!!!).
Fiskidagarnir á Dalvík eru flottasta hátíð landsins að mínu mati og ég minni á að ég hef étið eitt og annað nammi gott í gegnum tíðina.
Frú Ása Fönn og Herra Steingrímur, þakka frábæran viðgjörning og bestu fiskisúpu sem ég hef smakkað. Bob og Bertha senior, Björn og litla Bertha lummumeistari, bæjarstjórinn og frú hans, allir aðrir gestir á svæðinu og sérstaklega TENGDADÓTTIRIN fá bestu kveðjur :)
Ég og mínir munum mæta að ári!
Takk fyrir okkur :)
1 ummæli:
Hahh, gjaldeyrir hvad! Mig LANGAR heim,,,,,í alvorrru thetta er ekki eitthvad fyrir svona fyrrildi eins og mig sko addna stóra sys, ér bruninn og óbitin en eyrdarlaus OG érá eyju sem er minni en Island!!!!!Halló sko.
Síja er ég kemur heim, get sko ekki bedid...smile.
Kv. ein óthreyjufull litla sys. Laet sko sonna ekta sólarforum etta eftir hérleidis.
Skrifa ummæli