laugardagur, 18. ágúst 2007

Afmæli læknanemans og Reykjavíkurborgar

Dóttir mín á afmæli í dag.
Hún er nítján ára.
Reykjavíkurborg aðeins eldri.

Það hefur verið siður á heimilinu frá því börnin voru ungar að vekja þau með afmælissöng og pökkum.
Í morgun fór það forgörðum í fyrsta skipti!
Læknaneminn fór að heiman í gærkveldi og var ekki komin þegar ég fór að sofa. Ég átti von á að hún og kærastan yrði annarstaðar og vaknaði því ekki fyrr en 9 í morgun. Hún kom víst heim upp úr miðnættinu þegar ég svaf á mínu græna.

Í tilefni dagsins verður boðið upp á chili con carne og chili non carne og svo ekta ítalska lemon tart í eftirrétt.

Ömmudrengurinn kemur í mat með foreldrum sínum og ég hlakka mikið til að fá hann í fyrstu ömmuheimsóknina.

Læknaneminn hefur búskap á eigin vegum í Keilisíbúð á miðvikudagskvöldið og afmælisgjöfin hennar í ár er því ítalskur pizzaofn. Það mun vera sá gripur sem veðjað var á að mest yrði saknað úr heimahúsum og helst notaður þar sem læknastúdínurnar báðar eru ágætlega færir pizzubakarar :9
Vonandi verður hún kát :)

Til hamingju með daginn allir :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamíngju kebblvígíngar með verðandi bestu grænmetisflatbökur póstnúmersins.

Já, & takk fyrir hlýjar kveðjur í okkar garð, & skilja líka eftir sig margar hlýlegar flíkur í 'Fatabæ'

S.

Heimilisfræðinördinn sagði...

Jaaaaaasko!
Helduru ekki bara að röndótti bolurinn hafi fundist hangandi til hliðar á herðatré inni í skáp.

Ég man það núna að mér fannst hann ekki nægilega flottur fyrir Norðlendínga að horfa á mig í :)

Snilld þetta með Chillíið :)

Kveðja á familíuna :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmæli læknanemans, og frábært að þær séu búnar að fá íbúð í vetur,

Lalla

Heimilisfræðinördinn sagði...

Takk Lalla.
Það er svolítið skrýtið að vera komin í þá stöðu að eiga bara eitt barn eftir heima.

Hann fær sko ekki að flytja út fyrr en um FERTUGT!

Nafnlaus sagði...

Máske.

En gömul ullargæra fannst við nákvæma leit.


Færi hana yfir til þín bráðlega.

Smárinn flytur náttúrlega til mín þegar hann er búinn með skylduna.

S.