föstudagur, 3. ágúst 2007

Ömmustrákur kominn :)

19 merkur og 55 sentimetra rauðhærður piltur fæddist í kvöld klukkan 4 mínútur í 10.
Ég er búin að heyra hann gráta í síma og er að fara að skoða hann í eigin persónu.

Ég græt af gleði!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ elsku Áslaug mín. Innilega til hamingju með litla sæta ömmubarnið. Hlakka til að sjá myndir :)
Kv. Júlía

Nafnlaus sagði...

Ég óska þér & náttúrlega Baldri til hamíngju með jafnaldrann minn.

Nafnlaus sagði...

Elsku elsku Áslaug mín , til hamingju með yndislega sonarsoninn, hann er ÆÐI.Óli afi:) til hamingju! Baldur og Sandra til hamingju og Auður og Smári ! nú eruð þið orðin "föðursystir" og "föðurbróðir" Vá! hvað eruð þið eiginlega orðin gömul?
Þetta er tilgangur lífsins :) gaman gaman, gangi ykkur vel!
Skrifstofustjórinn

Heimilisfræðinördinn sagði...

Takk fyrir öll.
Hann er æðislegur og ég er algjörlega í skýjunum!!
Hann lítur út eins og mánaðargamalt barn hann er svo stór að hann PASSAR í fötin sín!
Og svo er hann svo rólegur að það haggar honum ekkert.
Yndislegt!!