þriðjudagur, 28. ágúst 2007

I am good

Sagði Jamie Oliver í þættinum í gærkvöldi þegar hann flippaði laxaflaki á grillinu á sama hátt og gert er með pönnukökur.
Í kvöld kíkti ég á ömmustrákinn sem svaf meirihlutann af kvöldinu.
Sonurinn var með heila lúðu sem fyrrverandi skipsfélagi hans veiddi í gær.
Það þurfti að flaka gripinn og þótt margir væru viðstaddir þá var enginn sem treysti sér almennilega í það.
Svo heimónördinn henti sér úr peysunni (var í kjól undir), veifaði hárbeittum flökunarhníf og gerði sér lítið fyrir og renndi þessum fínu flökum úr lúðunni.
Það var örþunnur beingarður eftir og flökunin tókst þetta líka stórvel.

Ég hef sko aldrei flakað lúðu áður en nú get ég sagt eins og Jamie, "I AM GOOD"!

Amen fyrir því!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kvitta alveg svikalaust undir þetta... YOU'RE GOOD!