Beðið eftir ömmubarninu :)
Elsti sonurinn og tengdadóttir fóru upp á fæðingardeild klukkan átta í kvöld.
Það á að setja fæðinguna af stað og ég bíð frétta.
Bíð spennt með lager af dvd diskum frá prentaranum og prentsmiðjunni til að stytta mér og karldurginum stundir við.
Krossið nú fingur kæru vinir fyrir því að allt gangi eins vel og mögulegt er og að þríeykið mitt, móðirin, faðirinn og STÓRA ömmubarnið komist í gegnum þetta eins og fuglinn fljúgandi.
Tengdamóðir mín sagði við mig í dag "ef karlmenn gætu gengið með börn yrði fjórða barnið aldrei til"
"ha" sagði ég, "fjórðabarnið??"
"já, konan gengi með og fæddi fyrsta barnið, svo karlinn annað, konan það þriðja en karlinn myndi aldrei fara í gegnum ferlið aftur"!
SKemmtilega uppsett verð ég að segja :)
Tengdamamma er ansi glúrin verð ég að segja!
Ætli þessi glúrni fylgi kannski því að vera amma :)
Næsta blogg verður vonandi um ömmubarnið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli