fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Fágætið UPPÞVOTTAGRINDUR og BAKKAR!

Hvað á það eiginlega að fyrirstilla að almennilegar uppþvottagrindur eru nánast ófáanlegar í Höfuðborginni.

Eyddi bróðurparti af 2 vinnudögum í að hendast um Rvík vítt og breytt og leita að uppþvottagrindum.
Húsasmiðjan, Byggt og búið, Búsáhöld í Kringlunni, Duka, Hagkaup (þrjú stykki), Europris, Ikea, Rekstrarvörur, Þorsteinn Bergmann, Rúmfatalagerinn og loks fann ég nærri nógu margar í Byko!!

Tek fram að það versta sem ég veit er að þvælast í búðir!!!

Fyrsti skóladagurinn gekk svo bara hrikalega vel og nemendur mættu kátir og glaðir til starfa í heimilisfræðistofuna :)

Læknisfræðinemin er flutt að heiman.
Það féllu nokkur tár og mér finnst ægilega skrýtið að sjá hálftómt herbergið hennar.
En svona gengur þetta.
Ellin að færast yfir og bráðum verð ég ALEIN með Karldurginum að hokra hér!

*sniff*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

svona svona esskan ... ég á tvo eftir heima og get lánað þér þegar þig vantar fleiri unglinga á heimilið ... anytime, sérstaklega á laugardagskvöldið :D

síjú, prentsmiðjan

Nafnlaus sagði...

Sorry Prentsmiðja, laugardagskvöldið er að MINNSTA kosti tvíbókað. Heimónörd, það verður fínt að vera 2 í kotinu. Skreppum í mat til krakkanna 1 sinni í viku til að lina sársaukann. Þá þurfum við bara að elda 2 daga í viku.