Shortbus
Það sem gerist nánast aldrei gerðist í kvöld.
Ég fór í bíó!
Sá myndina Shortbus sem verið er að sýna á kvikmyndahátið græna ljóssins í Regnboganum.
Mikið ofsalega var þetta skemmtileg og áhugaverð mynd.
Mikið hlegið og mikið hugsað.
Mæli með henni, frábær tilbreyting og spes upplifun.
Mannlegt eðli í örlítið ýktu formi en hver hefur ekki einhvern tíma verið týndur í tilverunni. Kynlíf og kynupplifun er jú risastór hluti tilveru hverrar manneskju. Ekki síst ef einhver hluti þess er "brotinn" á einhvern hátt. Þá skiptir það aldrei meira máli.
"We all get it in the end"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli