þetta líka dónalega svuntuefni!
Var að klára að lesa "Dalalíf" eftir Guðrúnu frá Lundi.
Las þessar bækur þegar ég var ungur kjáni.
Persónulýsingarnar hennar eru hreint frábærar og líka hvernig hún notar neikvæð lýsingarorð til að lýsa því sem jákvætt og gott á að vera.
Nú langar mig að lesa bækurnar aftur og skrá niður allar þær furðusetningar sem vöktu hlátur minn (og vinar míns hommans) við lesturinn.
Mér yrði ekki leitt að sletta þessu af og til í kennslunni í vetur :)
Hæfir ekki ömmum vel að geta beitt fyrir sig svona miðrar tuttugustu aldar sveita íslensku?
Steini, mæli með "Dalalífi" á lestlistann þinn við fyrsta tækifæri. Þú sleppir bara smá sjónvarspglápi á móti til að finna nýtilega stund í lesturinn :)
1 ummæli:
Ég spyr nú ekki að ómyndarlegheitunum.
Kv. Ho.
Skrifa ummæli