Skrafl og aftur skrafl
Nýja áhugamálið á heimilinu er að spila skrafl.
Tapaði SVAÐALEGA fyrir karldurginum um daginn.
Hann fékk næstum FIMMHUNDRUÐ stig!!
Hann hlýtur að svindla einhvurnveginn!
Nú hefi ég fundið leið til að bæta egóið og spila núna bara skrafl við tíundabekkinnginn minn sem mér tekst a.m.k. enn sem komið er að sigra (ekki mikill munur á okkur).
Spurning hversu lengi það endist en það er um að gera að njóta meðan er.
Ég er samt betri í skrafli en í SingStar. Sú manneskja sem hingað til hefur tapað fyrir mér, án þess að gera það viljandi svo ég hætti að grenja og góla vegna tapsárinda, var kærasti litlu sys.
Hann var PISSFULLUR!
Ég er sko tapsár með afbrigðum og leysi málin með því að finnast bara ALLSEKKERT gaman að gaula lengur!
11 ummæli:
bull og vitleysa ... þér þykir VÍST gaman í Singstar, á margar myndir því til sönnunar!
the printoffice
ps. ég VINN alltaf í skrabbbbli
*skrifa bak við eyrað að spila aldrei skrafl við prentsmiðjuna*
Píndi mig í þetta óþverra gaul, sverða!
búin að þurrka rykið af skraflinu ... það bíður tilbúð við hlið Singstar diskanna. Og hey, veistu, það var að koma NÝR DISKUR, fullt af nýjum lögum til að syngja jeijjjjjjj
prentsmijan
Fuss, þetta eru allt asnaleg lög sem passa ekki minn hárfínu sópran rödd!
Það verður sko liðakeppni í Skrafli, ég og karldurgurinn á móti þér og prentaranum ;)
Ég hef sko óbilandi trú á durginum!
Í þessu sambandi a.m.k.
Díll ... til í það!
Svo syngjum við Creep á nýja Singstar diskinum sem ég ætla að fá í óvænta föstudagsgjöf frá mínum á morgun :D
Jájá, alltaf er maður útundan.
Bara þó að ég syngi betur & scrabbli best, þá er ljótt að skilja útundan !
Prentsmiðurinn veit hver 'krípar' best!
S.
Færð þú FÖSTUDAGSGJAFIR?????
ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖFUND!
Steini minn.
Það yrði áhugavert að sjá ykkur karldurginn takast á í skrafli.
Ég skal sjá um að bera í ykkur eðalkaffi og þú kannski lítur á tölvuhræið mitt (sem neitar með öllu að netvæðast) svona rétt meðan durgurinn brýtur heilann um næsta orð í skraflinu.
Díll?
Það eru líka lammesneiðar í barbí með frönskum og hrásalati. Algjör óhollusta í boði ef þúrt svangur skraflari!
Díll?
lamme hvað? ég hélt ég væri að koma í lax!!!!! hvurslags
Og Steini, við gætum nú krípað saman í kór sko ... viss um að það yrðu allir viðstaddir gjörsamlega lamaðir af gleði ;)
og kæri Nörd, auðvitað fæ ég föstudagsgjafir, fá það ekki allar konur? Ég fékk mína meira að segja fyrir hádegi.
Prentsmiðjan
Laxinn bíður nýju borðstofunnar sem er í vinnslu eins og er.
Bara ekki hægt að eta slíkt nema í toppaðstæðum!
Hva??? Ekkert minnst einu orði á föstudagsgjöfina?
Skrifa ummæli