miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Súkkulaðisæla!

Jæja, búið að mynda mig og matinn. Held að maturinn hafi myndast betur en ég samt :)
Kakan, Ó mæ! KAKAN!!

Algjör tilraun og ábyggilega ein sú best heppnaða sem ég hef gert.
90 g suðusúkkulaði
80 g smjör
4 msk. sykur
2 egg
3 msk. möndlumjöl (möndlur malaðar í matvinnsluvél)
70 g hvítt súkkulaði grófsaxað
Bræða súkkulaðið og smjörið í potti við vægan hita.
Léttpíska egg og sykur saman.
Blanda öllu varlega og hella í lítil mót (sílíkonmót eru fín, passar í sirka 5-6 svoleiðis) og baka í 170°C heitum ofni í 25 mínútur.
Durgurinn bölvar hástöfum í stofunni. Þetta er svo Dj...... góð kaka ;)

Stanslaust fjör ;)

Í kvöld ætla ég að elda þriggja rétta fiskmáltíð og verður hægt að skoða afraksturinn á síðum 24Stundum, á laugardaginn.
Það verður risahörpuskel á salsabeði í forrétt og ótrúlega einfaldur og góður fiskréttur í aðalrétt og svo heit súkkulaðikaka með hvítum súkkulaðibitum í eftirrétt. Amminamminamm :)
Á morgun ætlar svo Námsgagnastofnun að heimsækja mig og taka myndir því þeir ætla að vera svo frábærir að birta umfjöllun um kokkakeppnina og síðuna á sinni síðu "í dagsins önn". Mér hefur ekki tekist enn að fá netföng allra grunnskóla landsins og liggur á að allir grunnskólar viti af þátttökurétt sínum í keppninni. Þetta framtak námsgagnastofnunar er stórt framlag til þess.

Svo er blúshátíðin framundan og páskafrí og við durgurinn ætlum að mæta á alla tónleikana og meira að segja fara út að borða á skírdag með vegagerðarmanninum og framhaldsskólakennaranum fyrir tónleika.
í sumar mætir svo meistari Clapton og heldur tónleika í Egilshöll og þá mætum við öll á heimilinu. Guddi litli ætlar sko ekki að missa af þessum tónleikum.
Það skal tekið fram að Guddi er nýja viðurnefni yngsta sonarins og er notað í tíma og ótíma af móður hans, honum til algjörrar skelfingar!
Hann verður ekkert svakalega spenntur þegar mamma gamla kemur þjótandi og skrækir á hann "Guddi minn, Guddi litli hennar mömmu, koddu nú og knúsaðu mig". þetta er sko skrækt í sérlega Guddulegum tón sem er einstaklega anti unglingavænn ;)
*hnégghnégghnégg*

þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Fimmfalt húrra fyrir Argentínu Steikhúsi!!!

Höfðingjarnir á Argentínu Steikhúsi tóku á móti mér ásamt nemendum mínum í glæsilega veislu í kvöld. Þetta er fjórða árið í röð sem við valhóparnir í heimilsfræði mætum í svona veislu!
Við vorum 63 talsins og maturinn og þjónustan var framúrskarandi á allan hátt.
Ég gekk á milli borða þegar forrétturinn, carameliseruð önd á klettasalatbeði í matshuhisadressingu með grantaeplafræjum hvarf ofan í liðið. Allir voru brosandi og glaðir.
Á eftir fylgdi grilltvenna, lamba og nauta með wok steiktu grænmeti, bakaðri kartöflu og hvítlaukssósu og chimi churri sósu (argentísk steikarsósa).
Heit Valhrona súkkulaðikaka með heimalöguðum ís rak svo lestina og það voru ALLIR algjörlega alsælir!
Nemendur voru spariklæddir og hreint ótrúlega sætir og þjónarnir og matreiðslusnillingarnir á Argentínu eiga óendanlega mikið hrós skilið fyrir hversu höfðinglegir þeir eru við okkur á hverju ári.
Argentína Steikhús mun eiga sérstað í mínu hjarta alla tíð og það er með eindæmum hversu yndislegir starfsmenn safnast að þessum stað.
Þessi staður hefur líka staðið við bakið á kokkakeppninni minni frá upphafi og það af lífi og sál!
Takk, takk, takk, TAkk fyrir mig og mína skælbrosandi og ánægðu nemendur!

mánudagur, 25. febrúar 2008

Slökunardagur :)

Konudagurinn var sæll slökunardagur.
Lingurinn (yfirmaður durgsins) bauð mér út að borða, það var æðislegt.
Svona yfirmenn eru til sóma og allir ættu að taka þá sér til fyrirmyndar ;)
Svo kíkti strípó með froskinn í snittuafganga og litla sys og elsti sonur hennar ásamt kærasta kíktu líka við.
Lokaþátturinn af Batchelornum var æsi spennandi en ég missti af honum á föstudagskvöldið því þá var ég að elda brúðargjöfina hennar Túrillu handa henni og manninum sem hún giftist á brúðkaupsdeginum SÍNUM í desember. Ég gaf HENNI rómó dinner fyrir tvo í brúðargjöf ;)

Durgurinn bauð svo upp á brjálæðislega notalegt heilnudd með olíu og ég var nánast meðvitundarlaus eftir það en hafði samt af að klára að lesa bók (breska ástarsögu) og horfa á myndina 300 eftir það.
mmmm, góðir svona dagar ;9

sunnudagur, 24. febrúar 2008

Lingurinn ;)

Ég var í afmælispartýi í gærkvöldi og fram á nótt.
Flyerinn og bjútíbeibið on the hill voru með partíið og það var skýrt tekið fram að það ættu allir að pilla sér út klukkan 2 því annars kæmi löggan alveg brjáluð.
Um fjögur leitið í nótt rembdist ungi barþjónninn, sem gerir besta gin í tónik í heimi, við að koma fólki í skilning um að nú væri klukkan orðin margt og kominn tími til að koma sér út. Það tókst fyrir rest........... held ég. Það voru nokkrir eftir þegar við "fýlustrumpur" fórum.
Það var alveg ægilega gaman.
Flyerinn fékk ROLLU í afmælisgjöf frá samstarfsfólki sínu og leiðbeiningar um hvernig á að sinna slíkri gersemi. Þetta er sko rennilegasta rolla!
Ég var hinsvegar sjálfri mér samkvæm og gaf afmælisbarninu afsteypu af sjálfum sér.
Besta líkamshlutanum í raunverulegri stærð (þótt sumir efuðust um að málin væru alveg hundrað prósent rétt).
Kidda jesúbarn hefði fílað þessa gjöf eins klámfengin og hún er orðin í seinni tíð!
Til hamingju með afmælið Flyer T_ _ P A _ _ _ G U R!
Það skal sko enginn segja að ég sé með dónaskap á mínu bloggi en Jesúbarnið getur örugglega fyllt í eyðurnar ;)

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Jesúbarnið uppgötvar orðið!

Kidda jesúbarn kom í heimsókn í kvöld.
Hún fékk nokkra góða bolla frá frú Ólafíu, reyndar kannski fullmarga því hún tilkynnti mér upp úr þurru að ég væri rosalega hress og þar af leiðandi örugglega með einhvern geðsjúkdóm sem hún hefði séð allt um í Opruh. Næs eða þannig "rosalega ertu hress, ertu með geðsjúkdóm"?
Svo missti hún sig algjörlega og æpti titrandi af ofsa "píka! píka! píka! PÍKA!!!!!!!"
Þegar ég missti andlitið þá bætti hún um betur og æpti af enn meiri ofsa "ríða! ríða! ríða! RÍÐA!!"
Ég reif upp símann til að hringja eftir sjúkrabíl því þeir sem þekkja jesúbarnið vita að fyrr lægi hún grafin og signuð en hún færi að klæmast í gríð og erg.
Strípalingurinn hringdi í eyrað á mér og heyrði lætin.
Hún datt af stólnum á hinum endanum þegar hún heyrði hrópin og spurði í forundran "hvað gengur eiginlega á?"
Þá er það málið að jesúbarnið hefur verið að horfa á kvennaspjallið á ÍNN stöðinni og þar hafa þessi orð verið til umræðu og raunveruleg merking þeirra. Píka þýðir í orðabók "lítil stúlka" eða "ung stúlka" og ríða þýðir að "ríða (á baki) hests eða kameldýrs".
Jesúbarnið stúderar nú raunverulega merkingu allra klámorða í bak og fyrir og predikar nýuppgötvuð saklaus og rangtúlkuð orðin af krafti við alla sem vilja og vilja ekki heyra! (til dæmis ungan son sinn og maka sem eru ábyggilega í hálfgerðu taugaáfalli þessa dagana)
Ég og durgurinn og strípó í símaútsendingu hlógum svo mikið að ég er viss um að við verðum með strengi í magavöðvunum á morgun!
Það er allt til undir sólinni!
PPPPPPPPPPPPPPÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKAAAAAAAAAAA

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Hver dagurinn öðrum betri!

Í dag skrifaði ég undir styrktarsamning við Hagkaup vegna kokkakeppni.is næstu þrjú árin.

Í miðjum heimilisfræðitíma, í indverskum kryddmekki og brosti hringinn.
Fulltrúar Hagkaupa og nemendur mínir með steikarspaða í hendi brostu líka.
Ég brosi enn hringinn

Kokkakeppnirnar komnar á borðið

Nú er allt að verða klárt fyrir kokkakeppnirnar mínar.
Rimaskólakeppnin verður 12. mars og kokkakeppni grunnskóla Íslands verður svo haldin í Menntaskólanum í Kópavogi 12. apríl.
Á http://www.kokkakeppni.is/ er hægt að sjá allt um herlegheitin en durgurinn hefur unnið að því hörðum höndum að setja þessa geggjuðu síðu upp.
Fyrstu skólarnir eru búnir að skrá sig og landsbyggðin er að koma mjög sterk inn.
Þetta verður stórkostlega gaman og það er frábært að upplifa hversu mikinn áhuga nemendur hafa á keppninni, bæði í Rimaskóla og öðrum skólum.

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Sæta krúttið!

Ég er nývöknuð.

Durgurinn dró mig reyndar fram úr hálftólf í morgunverð sem hann var búinn að taka til en ég skreið bara upp í aftur og hélt áfram að sofa. Yndislegt.

Helgin er bara búin að vera ótrúlega skemmtileg og maturinn í gærkvöldi var æðislegur.


Ömmustrákur fylgdist vel með matargestunum borða og ég veit að ef hann gæti talað hefði hann heimtað að fá að smakka á öllu á borðinu.
Fyrsta myndin er tekin á föstudagskvöldið eftir að hann fékk pelann sinn og sælubrosið límdist á hann.
Hitt eru svo myndir af sundkappanum í ungbarnasundi á laugardaginn ;)

föstudagur, 15. febrúar 2008

Frábær dagur að kvöldi kominn

Ég settist við síma og tölvuvinnslu um leið og ég vaknaði 9:45 í morgun.
Kláraði að ganga frá dómnefndum fyrir báðar kokkakeppnirnar, öllum verðlaunum, hafði samband við alla aðila sem þarf að tala við og sendi loks auglýsingar á alla grunnskóla í Reykjavík.
Ofan á það allt saman gekk ég frá öllum uppskriftum fyrir Húsfreyjuna, verslaði allt hráefnið í boði Nóatúns og bæði verslaði, undirbjó, eldaði og þjónaði í árshátíðarveislu fyrir nokkrar ungar saumaklúbbskonur í Kópavoginum.
Þegar ég kom heim frá Kópavogi beið mín ákaflega kátur lítill ömmustrákur. Durgurinn passaði hann meðan ég var að veislast og svo lékum við saman við hann fram eftir kvöldi.
Hann varð ógurlega þreyttur og lítill í sér um ellefu leitið og þá fékk hann pelann sinn.
Hann lygndi augunum yfir pelanum og leið óskaplega vel og sat svo eins og lítill engill á fjólubláu skýi og brosti framan í heiminn linnulaust þangað til foreldrar hans komu og sóttu hann.
Ohhhh hvað það er yndislegt að eiga svona gullmola og fá að njóta hans í botn.
Frumburðinn færði mömmu sinni sýnishorn af þorrablótinu sem hann var á svo mín bíður geggjaður morgunmatur í fyrramálið.
Ég er hinsvegar svo gjörsamlega búin á því eftir þennan maraþon dag að ég ætla beint undir sæng og sofa eins og grjót til níu í fyrramálið.
Þá þarf ég að búa til Sólskins ostaköku með ástríðuívafi, fyllt hvítlauksbrauð, framandi túnfisksalat, naan brauð og 6 rétta indverska páskaveislu, skreyta borð og gera klárt fyrir ljósmyndara.
Tek mér samt pásu um hádegisbil og kíki á ömmustrákinn í ungbarnasundi.
Góða nótt ;)
Indverska hlaðborðið sem var eldað á laugardaginn.

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Vetrarfrí og fjörugt partí :)

Ég er í vetrarfríi í dag og á morgun.
Vaknaði í morgun við að karldurgurinn var að ljúka við að klæða sig. "hvert ertu eiginlega að fara"? spurði ég alveg undrandi á því að maðurinn væri kominn á fætur og klæddur fyrir allar aldir á "laugardegi". Maður ruglast alveg í vikudögum þegar svona frí eru annars vegar.
Í gærkvöldi var brjálað sjávarréttasúpu og singstar partý unglingadeildarinnar og hæsi og þynnka hefur litað daginn í dag.
Það var rosalega gaman og Haddi leikfimiskennari brilleraði þegar hann söng Creep ekki síður en Magni gerði í Supernova þáttunum. Hann fékk líka hátt í 10.000 stig drengurinn. Það sungu allir nema MARTA! og var hún þó mönuð ákaft, skræfan sú arna.
Súpan heppnaðist mjög vel og fékk þá dóma hjá kvenþjóðinni að hún jafnaðist á við raðfullnægingu.
Í dýrinu í skóginum sáu bæði Auður og Þórhalla úlf enda hefur þeim oft verið líkt við hvora aðra. Greinilega skyldir karakterar og algjörar úlfynjur báðar.
Gaman gaman :)
























Elskulegi unglingurinn minn er svo á árshátíð skólans síns, síðustu árshátíðinni í grunnskóla því á næsta ári verður hann framhaldsskólanemi. Hann er í bandi sem var sett saman í tilefni árshátíðarinnar og spilaði á bassa í laginu My dream/Marilyn Manson.
Ég hefði orðið bálskotin í honum sem unglingsstelpa, hár, herðabreiður gítarleikari með ómótstæðilegt bros.
Sjáiði bara hvað þetta er fallegur og gæfulegur ungur maður!









mánudagur, 11. febrúar 2008

Barnablað Gestgjafans og börnin mín!

Í nýjasta Gestgjafanum, barnablaðinu, eru 9 nemendur mínir að elda á 3 opnum.
Ljúf og brosmild systkini sem elda kjúklingasalat, 5 svakasætar vinkonur sem elda mexíkósúpu, fylltar pönnukökur og búa til salsa og geggjaður ís á eftir og svo 2 yndislegir piltar sem eru algjörir töffarar með þvílíkt yfirborð en ljúfir eins og sætustu heimalingar inn við beinið. Þeir elda tandoori rétt og baka brauð.
Ég er svo stolt af þessum efnilegu ungmennum.

Hér er svo einn aulabrandari af því ég hef ekkert að segja nema það sem má ekki segja á opnum vef.

Strákarnir hétu allir Óli
nema Siggi
hann hét Guðmundur

Mér finnst þetta pissfyndinn brandari!

sunnudagur, 10. febrúar 2008

Hann á afmæli í dag!!

Elskulegur frumburður minn á afmæli í dag.
Hann er 26 ára.
Ég var sextán ára kjánaprik sem hafði ekki hundsvit á anatomíu líkamans þegar hann fæddist (ekki hægt að útskýra þetta nánar nema yfir kaffibolla frá frú Ólafíu) og var alsæl með rauðhausinn minn.
Ég fékk reyndar ekki að sjá hann fyrr en ég var komin af gjörgæslu eftir bráðakeisara.
Ég var vöruð við því að þótt höfuðlagið á honum væri undarlegt þá myndi það ganga til baka. Hann fæddist nefnilega með myndarlegt keiluhöfuð (conehead) því það þurfti að toga hann upp að hluta því hann var byrjaður að ganga niður þegar keisaraskurðurinn var gerður.
Ég sá enga keiluhaus.
Ég sá bara fallegasta rauðhærða barn sem ég hef séð um æfina.
Hann var yndislegur og ég sveif á hamingjuskýi.
Hann var svo 12 daga gamall þegar við fengum að fara heim af spítalanum og hann hafði þyngst um nokkur hundruð grömm.
Þá var búið að kenna mér að ganga upp á nýtt og ég komin í það gott lag að ég mátti fara hálfa leiðina heim með hann (þurftum að vera hjá mömmu í nokkra daga því ég var enn mjög heilsulítil og með gat á saumnum sem gréri í).
Hann var alltaf ótrúlega gott barn og hamingjusamur fyrir utan erfið gelgjuár sem gengur fljótt yfir.

Í dag er hann hár, myndarlegur og vel gerður maður, faðir yndislegasta drengs í heimi og á frábæra konu og fallegt heimili.

Til hamingju rauðhausinn minn!

laugardagur, 9. febrúar 2008

Á einhver aukaklósett??

Vara fólk við heimilinu.
Durgurinn er lagstur í upp- og niðurpestina og hann æjar og óar meira að segja í svefni.
Unglingurinn heldur því fram að hann verði sko ekkert svona veikur þótt hann fái þetta því hann muni bara HARKA af sér!
Je ræt.
Þessi pest er eins og dýrsleg og grimm risaeðla sem nær í kjöt eftir margra mánaða hungursneyð.
Maður getur sér enga björg veitt.
Staðan á heimilinu er dálítið svört. Það er bara eitt salerni og ég er enn með niðurpestina þótt upphlutinn hafi látið undan seinni partinn í gær og ef unglingurinn (þessi sem ætlar að harka af sér) fær pestina líka þá flyt ég út í næsta skafl!

þið finnið lyktina út á næsta horn svo STAY AWAY!

We are contaminated en ef þið getið ekið hægt framhjá og skutlað klósetti fyrir framan húsið þá væri það mikil hjálp!

föstudagur, 8. febrúar 2008

Sófus á netinu!

Sófus er kominn á netið.
Doktorarnir framleiddu video með meistaranum og nú má sjá hann í harðfisk áti á youtube.
Endilega kíkið "Sófus borðar harðfisk með stæl"

Ég rétt lafi uppi. Búin að vera með svæsnustu upp og niðurpest sögunnar í hátt á annan sólahring, lítið sofið, ekkert borðað og er eins og afturganga.
það er eins og ég sé með segul á allar magapestar og ég fæ hreinlega eina af annarri.
Jökkk!

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Kvenfélögin


Í gamla daga þegar börn þurftu næstum að passa sig á risaeðlunum á leiðinni í skólann var ég í kvenfélagi.
Þá var ég bóndakona í sveit.
Kvenfélagið í sveitinni heimsótti aldraða, skemmti og bauð upp á veitingar meðal annars.
Vann að góðum málefnum og hélt úti saumaklúbb.
Ég var "litla barnið" í kvenfélaginu enda bara 17 ára gömul þegar þátttaka mín hófst.

Í gærkvöldi hringdi síminn.
Ritstjóri Húsfreyjunnar bað mig um að taka að mér að sjá um uppskriftasíður tímaritsins næsta árið.

Ég hvet ykkur til að gerst hið snarasta áskrifendur af Húsfreyjunni því þetta var beiðni sem mér fannst alltof skemmtileg til að hafna.
Þið megið gjarnan skrá ykkur í kvenfélag ykkar svæðis líka!

Og elda svo eftir uppskriftasíðunum og segja mér hvernig ykkur fannst!

Fyrsta blaðið "mitt" kemur út fyrir páska og á vissan hátt finnst mér þetta þýða að ég sé loksins orðin "stór" :)

mánudagur, 4. febrúar 2008

Andleg eyðimörk


Eyðimerkur ástand í huga mínum þessa dagana.
Það gerist eitt og annað en ég les bara annarra blogg og skrifa ekki orð sjálf.
Ég er orkulaus, andlaus og flöt.
Fæ martraðir aðra hverja nótt, vakna upp af þeim, sofna aftur og þær halda áfram eins og framhaldssaga.
Ekki gaman.

Það var hinsvegar mjög gaman að elda með froskinum og strípó um síðustu helgi og maturinn tókst frábærlega.
Við vorum öll þreytt eftir vikuna og slitum samvistum snemma þótt froggy og strípó færu ekki heim af sófanum fyrr en undir hádegi daginn eftir.

Vikan hófst með líkamlegu eyðimerkuástandi og óþolandi magasveiki en endaði með yndislegum nemendum mínum sem eru eiginlega upp til hópa alveg gjörsamlega æðislegir og ofsalega gaman að steikja, baka, hræra og skera með þeim.

Helgin hófst svo með mjög skemmtilegri heimsókn vinnufélaga durgsins en konan hans er heimónörd eins og ég. Ég hefi ákveðið að ættleiða þau í nördagengið. Hvort þau vilja eða ekki skiptir ekki, ég hef samt ákveðið þetta og mun beita öllum mínum ísmeygilegustu tólum og tækjum til.

www.kokkakeppni.is er svona á brúninni með að verða tilbúin og allt í gangi vegna keppnanna. Það sem vantar aðallega upp á er andleg orka mín en hún er ásamt líkamlegu atgerfi í sögulegu lágmarki þessa dagana.

Vonandi fer það að skána.

Í orkuleysi helgarinnar tók ég á móti litla frænda mínum í sparidinner á laugardagskvöldið og eyddi svo sunnudeginum langt fram á kvöld í að horfa á Lost, fyrstu seríu. Frábærir þættir.

Vikan er framundan og ég ætla að skreiðast undir sturtuna!