miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Súkkulaðisæla!

Jæja, búið að mynda mig og matinn. Held að maturinn hafi myndast betur en ég samt :)
Kakan, Ó mæ! KAKAN!!

Algjör tilraun og ábyggilega ein sú best heppnaða sem ég hef gert.
90 g suðusúkkulaði
80 g smjör
4 msk. sykur
2 egg
3 msk. möndlumjöl (möndlur malaðar í matvinnsluvél)
70 g hvítt súkkulaði grófsaxað
Bræða súkkulaðið og smjörið í potti við vægan hita.
Léttpíska egg og sykur saman.
Blanda öllu varlega og hella í lítil mót (sílíkonmót eru fín, passar í sirka 5-6 svoleiðis) og baka í 170°C heitum ofni í 25 mínútur.
Durgurinn bölvar hástöfum í stofunni. Þetta er svo Dj...... góð kaka ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Girnilegt náttla, of gott í durgstúlann.

Legg samt til tafarlausann flutníng yfir á moggeríið því að það missa allir af snilldinni hjá þér, nema ég, kverúlatar & auglýsíngarróbotar fríbloggsins með sína vírusa.

Dona kona, koma til Steina...

Nafnlaus sagði...

moggabloggerí??? þú ert kaldur karl og hraustur ... mér finnst nördinn betri svona privat.

knús, prentsmiðjan