Fimmfalt húrra fyrir Argentínu Steikhúsi!!!
Höfðingjarnir á Argentínu Steikhúsi tóku á móti mér ásamt nemendum mínum í glæsilega veislu í kvöld. Þetta er fjórða árið í röð sem við valhóparnir í heimilsfræði mætum í svona veislu!
Við vorum 63 talsins og maturinn og þjónustan var framúrskarandi á allan hátt.
Ég gekk á milli borða þegar forrétturinn, carameliseruð önd á klettasalatbeði í matshuhisadressingu með grantaeplafræjum hvarf ofan í liðið. Allir voru brosandi og glaðir.
Á eftir fylgdi grilltvenna, lamba og nauta með wok steiktu grænmeti, bakaðri kartöflu og hvítlaukssósu og chimi churri sósu (argentísk steikarsósa).
Heit Valhrona súkkulaðikaka með heimalöguðum ís rak svo lestina og það voru ALLIR algjörlega alsælir!
Nemendur voru spariklæddir og hreint ótrúlega sætir og þjónarnir og matreiðslusnillingarnir á Argentínu eiga óendanlega mikið hrós skilið fyrir hversu höfðinglegir þeir eru við okkur á hverju ári.
Argentína Steikhús mun eiga sérstað í mínu hjarta alla tíð og það er með eindæmum hversu yndislegir starfsmenn safnast að þessum stað.
Þessi staður hefur líka staðið við bakið á kokkakeppninni minni frá upphafi og það af lífi og sál!
Takk, takk, takk, TAkk fyrir mig og mína skælbrosandi og ánægðu nemendur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli