Stanslaust fjör ;)
Í kvöld ætla ég að elda þriggja rétta fiskmáltíð og verður hægt að skoða afraksturinn á síðum 24Stundum, á laugardaginn.
Það verður risahörpuskel á salsabeði í forrétt og ótrúlega einfaldur og góður fiskréttur í aðalrétt og svo heit súkkulaðikaka með hvítum súkkulaðibitum í eftirrétt. Amminamminamm :)
Á morgun ætlar svo Námsgagnastofnun að heimsækja mig og taka myndir því þeir ætla að vera svo frábærir að birta umfjöllun um kokkakeppnina og síðuna á sinni síðu "í dagsins önn". Mér hefur ekki tekist enn að fá netföng allra grunnskóla landsins og liggur á að allir grunnskólar viti af þátttökurétt sínum í keppninni. Þetta framtak námsgagnastofnunar er stórt framlag til þess.
Svo er blúshátíðin framundan og páskafrí og við durgurinn ætlum að mæta á alla tónleikana og meira að segja fara út að borða á skírdag með vegagerðarmanninum og framhaldsskólakennaranum fyrir tónleika.
í sumar mætir svo meistari Clapton og heldur tónleika í Egilshöll og þá mætum við öll á heimilinu. Guddi litli ætlar sko ekki að missa af þessum tónleikum.
Það skal tekið fram að Guddi er nýja viðurnefni yngsta sonarins og er notað í tíma og ótíma af móður hans, honum til algjörrar skelfingar!
Hann verður ekkert svakalega spenntur þegar mamma gamla kemur þjótandi og skrækir á hann "Guddi minn, Guddi litli hennar mömmu, koddu nú og knúsaðu mig". þetta er sko skrækt í sérlega Guddulegum tón sem er einstaklega anti unglingavænn ;)
*hnégghnégghnégg*
2 ummæli:
Gangi þér vel Gudda mín og ég vona að Guddi litli njóti vel afraksturs kvöldsins!
Strípó, hin Guddan :)
See HERE
Skrifa ummæli