Sæta krúttið!
Ég er nývöknuð.
Durgurinn dró mig reyndar fram úr hálftólf í morgunverð sem hann var búinn að taka til en ég skreið bara upp í aftur og hélt áfram að sofa. Yndislegt.
Helgin er bara búin að vera ótrúlega skemmtileg og maturinn í gærkvöldi var æðislegur.
Ömmustrákur fylgdist vel með matargestunum borða og ég veit að ef hann gæti talað hefði hann heimtað að fá að smakka á öllu á borðinu.
Fyrsta myndin er tekin á föstudagskvöldið eftir að hann fékk pelann sinn og sælubrosið límdist á hann.
2 ummæli:
Að því nefndu að mér var ekki boðið í Indverska veislu, & kúturinn er fallegur í föðurlegg, þá er ég viss um að báðir þínir strákar séu rángmæðraðir.
Hehehehe. Þeir eru báðir alveg eins og mamma sín. Allir strákarnir mínir.
Gull af manni og geysilega myndarlegir.........
EINS OG MAMMAN!!
Skrifa ummæli