fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Vetrarfrí og fjörugt partí :)

Ég er í vetrarfríi í dag og á morgun.
Vaknaði í morgun við að karldurgurinn var að ljúka við að klæða sig. "hvert ertu eiginlega að fara"? spurði ég alveg undrandi á því að maðurinn væri kominn á fætur og klæddur fyrir allar aldir á "laugardegi". Maður ruglast alveg í vikudögum þegar svona frí eru annars vegar.
Í gærkvöldi var brjálað sjávarréttasúpu og singstar partý unglingadeildarinnar og hæsi og þynnka hefur litað daginn í dag.
Það var rosalega gaman og Haddi leikfimiskennari brilleraði þegar hann söng Creep ekki síður en Magni gerði í Supernova þáttunum. Hann fékk líka hátt í 10.000 stig drengurinn. Það sungu allir nema MARTA! og var hún þó mönuð ákaft, skræfan sú arna.
Súpan heppnaðist mjög vel og fékk þá dóma hjá kvenþjóðinni að hún jafnaðist á við raðfullnægingu.
Í dýrinu í skóginum sáu bæði Auður og Þórhalla úlf enda hefur þeim oft verið líkt við hvora aðra. Greinilega skyldir karakterar og algjörar úlfynjur báðar.
Gaman gaman :)
























Elskulegi unglingurinn minn er svo á árshátíð skólans síns, síðustu árshátíðinni í grunnskóla því á næsta ári verður hann framhaldsskólanemi. Hann er í bandi sem var sett saman í tilefni árshátíðarinnar og spilaði á bassa í laginu My dream/Marilyn Manson.
Ég hefði orðið bálskotin í honum sem unglingsstelpa, hár, herðabreiður gítarleikari með ómótstæðilegt bros.
Sjáiði bara hvað þetta er fallegur og gæfulegur ungur maður!









3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I first visited your blog, but my antispyware said that he is infected with an unknown virus.
I deleted the virus through this AntiSpyWare.
The virus does not manifest itself but gradually destroys information on the computer.

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki að grínast í mér dúllan mín, missti ég af raðfullnægingarsúpu?????
Kv Steffí

Heimilisfræðinördinn sagði...

Jebb, en það verða örugglega fleiri partí!
Hlakka ekkert smá til að fá þig til baka!!!!!!!!