laugardagur, 9. febrúar 2008

Á einhver aukaklósett??

Vara fólk við heimilinu.
Durgurinn er lagstur í upp- og niðurpestina og hann æjar og óar meira að segja í svefni.
Unglingurinn heldur því fram að hann verði sko ekkert svona veikur þótt hann fái þetta því hann muni bara HARKA af sér!
Je ræt.
Þessi pest er eins og dýrsleg og grimm risaeðla sem nær í kjöt eftir margra mánaða hungursneyð.
Maður getur sér enga björg veitt.
Staðan á heimilinu er dálítið svört. Það er bara eitt salerni og ég er enn með niðurpestina þótt upphlutinn hafi látið undan seinni partinn í gær og ef unglingurinn (þessi sem ætlar að harka af sér) fær pestina líka þá flyt ég út í næsta skafl!

þið finnið lyktina út á næsta horn svo STAY AWAY!

We are contaminated en ef þið getið ekið hægt framhjá og skutlað klósetti fyrir framan húsið þá væri það mikil hjálp!

Engin ummæli: