Lingurinn ;)
Ég var í afmælispartýi í gærkvöldi og fram á nótt.
Flyerinn og bjútíbeibið on the hill voru með partíið og það var skýrt tekið fram að það ættu allir að pilla sér út klukkan 2 því annars kæmi löggan alveg brjáluð.
Um fjögur leitið í nótt rembdist ungi barþjónninn, sem gerir besta gin í tónik í heimi, við að koma fólki í skilning um að nú væri klukkan orðin margt og kominn tími til að koma sér út. Það tókst fyrir rest........... held ég. Það voru nokkrir eftir þegar við "fýlustrumpur" fórum.
Það var alveg ægilega gaman.
Flyerinn fékk ROLLU í afmælisgjöf frá samstarfsfólki sínu og leiðbeiningar um hvernig á að sinna slíkri gersemi. Þetta er sko rennilegasta rolla!
Ég var hinsvegar sjálfri mér samkvæm og gaf afmælisbarninu afsteypu af sjálfum sér.
Besta líkamshlutanum í raunverulegri stærð (þótt sumir efuðust um að málin væru alveg hundrað prósent rétt).
Kidda jesúbarn hefði fílað þessa gjöf eins klámfengin og hún er orðin í seinni tíð!
Til hamingju með afmælið Flyer T_ _ P A _ _ _ G U R!
Það skal sko enginn segja að ég sé með dónaskap á mínu bloggi en Jesúbarnið getur örugglega fyllt í eyðurnar ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli