Hann á afmæli í dag!!
Elskulegur frumburður minn á afmæli í dag.
Hann er 26 ára.
Ég var sextán ára kjánaprik sem hafði ekki hundsvit á anatomíu líkamans þegar hann fæddist (ekki hægt að útskýra þetta nánar nema yfir kaffibolla frá frú Ólafíu) og var alsæl með rauðhausinn minn.
Ég fékk reyndar ekki að sjá hann fyrr en ég var komin af gjörgæslu eftir bráðakeisara.
Ég var vöruð við því að þótt höfuðlagið á honum væri undarlegt þá myndi það ganga til baka. Hann fæddist nefnilega með myndarlegt keiluhöfuð (conehead) því það þurfti að toga hann upp að hluta því hann var byrjaður að ganga niður þegar keisaraskurðurinn var gerður.
Ég sá enga keiluhaus.
Ég sá bara fallegasta rauðhærða barn sem ég hef séð um æfina.
Hann var yndislegur og ég sveif á hamingjuskýi.
Hann var svo 12 daga gamall þegar við fengum að fara heim af spítalanum og hann hafði þyngst um nokkur hundruð grömm.
Þá var búið að kenna mér að ganga upp á nýtt og ég komin í það gott lag að ég mátti fara hálfa leiðina heim með hann (þurftum að vera hjá mömmu í nokkra daga því ég var enn mjög heilsulítil og með gat á saumnum sem gréri í).
Hann var alltaf ótrúlega gott barn og hamingjusamur fyrir utan erfið gelgjuár sem gengur fljótt yfir.
Í dag er hann hár, myndarlegur og vel gerður maður, faðir yndislegasta drengs í heimi og á frábæra konu og fallegt heimili.
Til hamingju rauðhausinn minn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli