miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Jesúbarnið uppgötvar orðið!

Kidda jesúbarn kom í heimsókn í kvöld.
Hún fékk nokkra góða bolla frá frú Ólafíu, reyndar kannski fullmarga því hún tilkynnti mér upp úr þurru að ég væri rosalega hress og þar af leiðandi örugglega með einhvern geðsjúkdóm sem hún hefði séð allt um í Opruh. Næs eða þannig "rosalega ertu hress, ertu með geðsjúkdóm"?
Svo missti hún sig algjörlega og æpti titrandi af ofsa "píka! píka! píka! PÍKA!!!!!!!"
Þegar ég missti andlitið þá bætti hún um betur og æpti af enn meiri ofsa "ríða! ríða! ríða! RÍÐA!!"
Ég reif upp símann til að hringja eftir sjúkrabíl því þeir sem þekkja jesúbarnið vita að fyrr lægi hún grafin og signuð en hún færi að klæmast í gríð og erg.
Strípalingurinn hringdi í eyrað á mér og heyrði lætin.
Hún datt af stólnum á hinum endanum þegar hún heyrði hrópin og spurði í forundran "hvað gengur eiginlega á?"
Þá er það málið að jesúbarnið hefur verið að horfa á kvennaspjallið á ÍNN stöðinni og þar hafa þessi orð verið til umræðu og raunveruleg merking þeirra. Píka þýðir í orðabók "lítil stúlka" eða "ung stúlka" og ríða þýðir að "ríða (á baki) hests eða kameldýrs".
Jesúbarnið stúderar nú raunverulega merkingu allra klámorða í bak og fyrir og predikar nýuppgötvuð saklaus og rangtúlkuð orðin af krafti við alla sem vilja og vilja ekki heyra! (til dæmis ungan son sinn og maka sem eru ábyggilega í hálfgerðu taugaáfalli þessa dagana)
Ég og durgurinn og strípó í símaútsendingu hlógum svo mikið að ég er viss um að við verðum með strengi í magavöðvunum á morgun!
Það er allt til undir sólinni!
PPPPPPPPPPPPPPÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKAAAAAAAAAAA

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er reyndar alveg hárrétt hjá henni ef útí það er farið. En merking orða getur breyst og ansi er ég hræddur um að fáir nái þessari merkingu hjá blessuðu Jesúbarninu án nánari útskýringar. Gott hjá henni engu að síður.
Með bestu siðsemdarkveðjum.
Hommaófétið.
PS. Hver er þessi ivan?

Nafnlaus sagði...

Ég þori ekki að heimsækja jesúbarnið fyrr en það kemst yfir þetta dónaorðatímabil. Allir sem mig þekkja, vita að það þarf svo lítið til að særa blygðunarkennd mína.

Góði Hommi, láttu ekki eins og þú þekkir ekki hann Ivan!

Strípó