Kokkakeppnirnar komnar á borðið
Nú er allt að verða klárt fyrir kokkakeppnirnar mínar.
Rimaskólakeppnin verður 12. mars og kokkakeppni grunnskóla Íslands verður svo haldin í Menntaskólanum í Kópavogi 12. apríl.
Á http://www.kokkakeppni.is/ er hægt að sjá allt um herlegheitin en durgurinn hefur unnið að því hörðum höndum að setja þessa geggjuðu síðu upp.
Fyrstu skólarnir eru búnir að skrá sig og landsbyggðin er að koma mjög sterk inn.
Þetta verður stórkostlega gaman og það er frábært að upplifa hversu mikinn áhuga nemendur hafa á keppninni, bæði í Rimaskóla og öðrum skólum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli