mánudagur, 11. febrúar 2008

Barnablað Gestgjafans og börnin mín!

Í nýjasta Gestgjafanum, barnablaðinu, eru 9 nemendur mínir að elda á 3 opnum.
Ljúf og brosmild systkini sem elda kjúklingasalat, 5 svakasætar vinkonur sem elda mexíkósúpu, fylltar pönnukökur og búa til salsa og geggjaður ís á eftir og svo 2 yndislegir piltar sem eru algjörir töffarar með þvílíkt yfirborð en ljúfir eins og sætustu heimalingar inn við beinið. Þeir elda tandoori rétt og baka brauð.
Ég er svo stolt af þessum efnilegu ungmennum.

Hér er svo einn aulabrandari af því ég hef ekkert að segja nema það sem má ekki segja á opnum vef.

Strákarnir hétu allir Óli
nema Siggi
hann hét Guðmundur

Mér finnst þetta pissfyndinn brandari!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

skil vel af hverju Guðmundur hét Siggi, veistu hvað maður þekkir marga Gumma? Og hvaða sögur svo??? símanúmerið hjá mér í zetunni á símanum þínum!
prentó

Nafnlaus sagði...

"hét" as in "kallaði sig" ... ohhhhhhh