Kvenfélögin
Í gamla daga þegar börn þurftu næstum að passa sig á risaeðlunum á leiðinni í skólann var ég í kvenfélagi.
Þá var ég bóndakona í sveit.
Kvenfélagið í sveitinni heimsótti aldraða, skemmti og bauð upp á veitingar meðal annars.
Vann að góðum málefnum og hélt úti saumaklúbb.
Ég var "litla barnið" í kvenfélaginu enda bara 17 ára gömul þegar þátttaka mín hófst.
Í gærkvöldi hringdi síminn.
Ritstjóri Húsfreyjunnar bað mig um að taka að mér að sjá um uppskriftasíður tímaritsins næsta árið.
Ég hvet ykkur til að gerst hið snarasta áskrifendur af Húsfreyjunni því þetta var beiðni sem mér fannst alltof skemmtileg til að hafna.
Þið megið gjarnan skrá ykkur í kvenfélag ykkar svæðis líka!
Og elda svo eftir uppskriftasíðunum og segja mér hvernig ykkur fannst!
Fyrsta blaðið "mitt" kemur út fyrir páska og á vissan hátt finnst mér þetta þýða að ég sé loksins orðin "stór" :)
6 ummæli:
Til hamingju með þetta, örugglega gaman að taka þetta djobb að sér.
knús, Prentsmiðjan
En gaman. Til hamingju. Þú hefur líka alltaf verið húsfreyjuleg í þér. Ég aftur á móti er nú einum (eða tveimur) líkamshlutum fátækari en áður.
Kveðja. H.
Gratjú með þetta, bara verðskuldað, ég ætlaði sko líka að vera til & hjálpa minnsi.
Ég reyndi, ég gólaði, ég hótaði, ég grét fögrum krókódílatárum.
En helv**** femýnizdabeljurnar í mínu póstnúmeri höfnuðu umsókn minni um meðLIMAaðild að kvenfélaginu.
Takk prentsmiðja.
H? Líkamshlutum fátækari??? Hvað gerðist???
Hamzi minn, ég sendi þér bara eintak reglulega svona bak við tjöldin ;)
Elsku hommi! Hvernig líður þér?
Ég þori ekki að hringja ef þú ert of kvalinn til að tala.
Heilsbótarknús!
Ég er bara nokkuð hress þrátt fyrir innrás í hálsinn og brottnám kirtla. Get alveg talað og meira að segja borðað.
Hómó.
Skrifa ummæli