Andleg eyðimörk
Eyðimerkur ástand í huga mínum þessa dagana.
Það gerist eitt og annað en ég les bara annarra blogg og skrifa ekki orð sjálf.
Ég er orkulaus, andlaus og flöt.
Fæ martraðir aðra hverja nótt, vakna upp af þeim, sofna aftur og þær halda áfram eins og framhaldssaga.
Ekki gaman.
Það var hinsvegar mjög gaman að elda með froskinum og strípó um síðustu helgi og maturinn tókst frábærlega.
Við vorum öll þreytt eftir vikuna og slitum samvistum snemma þótt froggy og strípó færu ekki heim af sófanum fyrr en undir hádegi daginn eftir.
Vikan hófst með líkamlegu eyðimerkuástandi og óþolandi magasveiki en endaði með yndislegum nemendum mínum sem eru eiginlega upp til hópa alveg gjörsamlega æðislegir og ofsalega gaman að steikja, baka, hræra og skera með þeim.
Helgin hófst svo með mjög skemmtilegri heimsókn vinnufélaga durgsins en konan hans er heimónörd eins og ég. Ég hefi ákveðið að ættleiða þau í nördagengið. Hvort þau vilja eða ekki skiptir ekki, ég hef samt ákveðið þetta og mun beita öllum mínum ísmeygilegustu tólum og tækjum til.
www.kokkakeppni.is er svona á brúninni með að verða tilbúin og allt í gangi vegna keppnanna. Það sem vantar aðallega upp á er andleg orka mín en hún er ásamt líkamlegu atgerfi í sögulegu lágmarki þessa dagana.
Vonandi fer það að skána.
Í orkuleysi helgarinnar tók ég á móti litla frænda mínum í sparidinner á laugardagskvöldið og eyddi svo sunnudeginum langt fram á kvöld í að horfa á Lost, fyrstu seríu. Frábærir þættir.
Vikan er framundan og ég ætla að skreiðast undir sturtuna!
1 ummæli:
Orkukveðjur úr sólinni í Costa del Yrsufell :D
Skrifa ummæli