Frábær dagur að kvöldi kominn
Ég settist við síma og tölvuvinnslu um leið og ég vaknaði 9:45 í morgun.
Kláraði að ganga frá dómnefndum fyrir báðar kokkakeppnirnar, öllum verðlaunum, hafði samband við alla aðila sem þarf að tala við og sendi loks auglýsingar á alla grunnskóla í Reykjavík.
Ofan á það allt saman gekk ég frá öllum uppskriftum fyrir Húsfreyjuna, verslaði allt hráefnið í boði Nóatúns og bæði verslaði, undirbjó, eldaði og þjónaði í árshátíðarveislu fyrir nokkrar ungar saumaklúbbskonur í Kópavoginum.
Þegar ég kom heim frá Kópavogi beið mín ákaflega kátur lítill ömmustrákur. Durgurinn passaði hann meðan ég var að veislast og svo lékum við saman við hann fram eftir kvöldi.
Hann varð ógurlega þreyttur og lítill í sér um ellefu leitið og þá fékk hann pelann sinn.
Hann lygndi augunum yfir pelanum og leið óskaplega vel og sat svo eins og lítill engill á fjólubláu skýi og brosti framan í heiminn linnulaust þangað til foreldrar hans komu og sóttu hann.
Ohhhh hvað það er yndislegt að eiga svona gullmola og fá að njóta hans í botn.
Frumburðinn færði mömmu sinni sýnishorn af þorrablótinu sem hann var á svo mín bíður geggjaður morgunmatur í fyrramálið.
Ég er hinsvegar svo gjörsamlega búin á því eftir þennan maraþon dag að ég ætla beint undir sæng og sofa eins og grjót til níu í fyrramálið.
Þá þarf ég að búa til Sólskins ostaköku með ástríðuívafi, fyllt hvítlauksbrauð, framandi túnfisksalat, naan brauð og 6 rétta indverska páskaveislu, skreyta borð og gera klárt fyrir ljósmyndara.
Tek mér samt pásu um hádegisbil og kíki á ömmustrákinn í ungbarnasundi.
Góða nótt ;)
Indverska hlaðborðið sem var eldað á laugardaginn.Kláraði að ganga frá dómnefndum fyrir báðar kokkakeppnirnar, öllum verðlaunum, hafði samband við alla aðila sem þarf að tala við og sendi loks auglýsingar á alla grunnskóla í Reykjavík.
Ofan á það allt saman gekk ég frá öllum uppskriftum fyrir Húsfreyjuna, verslaði allt hráefnið í boði Nóatúns og bæði verslaði, undirbjó, eldaði og þjónaði í árshátíðarveislu fyrir nokkrar ungar saumaklúbbskonur í Kópavoginum.
Þegar ég kom heim frá Kópavogi beið mín ákaflega kátur lítill ömmustrákur. Durgurinn passaði hann meðan ég var að veislast og svo lékum við saman við hann fram eftir kvöldi.
Hann varð ógurlega þreyttur og lítill í sér um ellefu leitið og þá fékk hann pelann sinn.
Hann lygndi augunum yfir pelanum og leið óskaplega vel og sat svo eins og lítill engill á fjólubláu skýi og brosti framan í heiminn linnulaust þangað til foreldrar hans komu og sóttu hann.
Ohhhh hvað það er yndislegt að eiga svona gullmola og fá að njóta hans í botn.
Frumburðinn færði mömmu sinni sýnishorn af þorrablótinu sem hann var á svo mín bíður geggjaður morgunmatur í fyrramálið.
Ég er hinsvegar svo gjörsamlega búin á því eftir þennan maraþon dag að ég ætla beint undir sæng og sofa eins og grjót til níu í fyrramálið.
Þá þarf ég að búa til Sólskins ostaköku með ástríðuívafi, fyllt hvítlauksbrauð, framandi túnfisksalat, naan brauð og 6 rétta indverska páskaveislu, skreyta borð og gera klárt fyrir ljósmyndara.
Tek mér samt pásu um hádegisbil og kíki á ömmustrákinn í ungbarnasundi.
Góða nótt ;)
3 ummæli:
Maður verður bara þreyttur á að lesa um þetta allt ... ég ætla sko að gera "ekkineitt" nema dúllast í allan dag. Finnst sko alveg að þú ættir að koma í heimsókn með ljósmyndaefnið þar sem þú ert svona dugleg, meina þarf ekki að borða þetta allt líka?
ahhhhh, nice dagur ;)
kv. prentsmiðjan
Það eru víst börn, stjúpbörn og hommar sem fá að éta þetta allt saman!
Úffff hvað þetta var brjáluð vinna en afraksturinn var svo mikil snilld að ég er að rifna úr stolti!
Þú VERÐUR að gerast áskrifandi að Húsfreyjunni þetta árið væna!
áskrifandi? kemur það ekki bara hugmyndum inn hjá mínum mönnum að ég eigi að fara að standa mig í húsmóðurleiknum? Ég hef ekkert tíma til þess sko ... (lesist: ég hef ekki nennu til þess sko)
knús og kram þótt maður fái ekkert af þessum dýrindisréttum, og ég sem elska indverskt *andvarp*, Prentsmiðjan
Skrifa ummæli