Argentína og blues :)
Ég fór í félagsskap 40 nemenda og kennara í árlega Argentínu ferð heimilisfræðivalhópa í kvöld.
Það var alveg frábært.
Merkilega menningarlegir nemendur sem ég kenni.
Eftir matinn röltum við tvær vinkonur niður Laugaveginn með það fyrir augum að setjast á pöbb, sötra öl og spjalla.
Þá hringdi nemandi (einn af þrímenningarmatarmeisturunum mínum) í mig.
Nokkrir piltar sem voru með okkur á Argentínu höfðu rekið nefið inn í einkapartý blúsmanna sem stóð yfir á "Live" sportbarnum á Frakkastíg.
Þeir hringdu því þeir vildu vera vissir um að ég vissi af þessu!
Hugsunarsamir ungir menn ;)
Næsta sem ég veit er að við erum komnar í klikkað blúsgeim!
Jemundur minn hvað það var klikkað gaman!
Ég kann strákunum bestu þakkir fyrir að láta mig vita af þessu þótt þeir ættu ekkert með að stelast inn á "fullorðinsstað"!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli