Lalli og öryggið :)
Snilld nýja auglýsingin með Lalla djóns.
Við Helga mín sáum hana saman í sjónvarpinu og sprungum úr hlátri.
Það er ekki séns að hann hafi haft neitt slæmt af að performera í þessari auglýsingu.
Í versta falli smá styrkingu á sjálfsmynd sinni sem mini krimmi og staðfestingu á því að hann sé heimsfrægur á Íslandi.
Fifteen minutes of fame eru að breytast í fleiri hundruð mínútur hjá honum og hver fílar það ekki?
Mér finnst þetta helvíti skemmtilegur hugsunaráttur og líka skemmtilega kómískt.
Allir græða og líklega er þetta stærsta framlag Lalla Djóns í þá átt að vera ábyrgur þjóðfélagsþegn sem skilar sínu.
Þetta er að mínu skapi. Sorry ef ég er að sumra mati siðferðislaus en ég þoli ekki þetta endalausa jöfnuðartal!
Allt á að vera fyrir alla, alltaf og hvar sem er!
Je ræt.
Get a grip!
Þetta er mín skoðun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli