Hárreytingar, ferðaplön og stress!
Sat með sveittan kollinn í dag og klóraði mér í hausnum.
Var að búa til ítarlega dagskrá fyrir London ferð sem ég er að fara í með 3 nemendur mína.
Ég er óratvís með afbrigðum og það er alveg spurning um að fjárfesta í GPS staðsetningartækjum á okkur öll svo við skilum okkur örugglega á rétta staði og tilbaka.
Í London á að heimsækja Fifteen og borða "lunch", skoða staðinn og hitta vonandi alla aðalkallana.
Harrods verður skoðað, sælkeradeildin á jarðhæðinni er engin smá veisla fyrir augu og bragðlauka og ég ætla að leyfa drengjunum að prófa ostrur meðal annars.
Síðasti spretturinn er harður í kennslunni, full kennsla, frágangur einkunna og allur annar frágangur og ég hlakka HRIKALEGA til að komast í sumarfrí eftir tæpar 2 vikur.
Sofa.....sofa.....sofa.....sofa og enn og aftur SOFA !!
það er hinsvegar þannig að loksins þegar maður má sofa út í eitt þá er maður eldhress og steingleymir að sofa í gleðinni yfir að vera í fríi og gera ekki neitt :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli