mánudagur, 7. maí 2007

Osso Bucco

Jæja.
Matsuhisa salatdressing á spínat og klettasalatblöndu með granateplafræjum og jarðaberjum fyrir tengdadóttur mína og dóttur.
Þær eru pirraðar og svekktar.
Ég hef ekki nógu háar tekjur til að kaupa íbúð og leigja þeim í vesturbænum.
Þótt pabbi hennar leggi í útborgun með mér þá þarf maður meira en meðaltekjur til að standa undir 2 íbúðum samkvæmt greiðslumatinu.
Það er ekki tekið með í greiðslumati öllu jafna að leigja eigi íbúðina út og þaðan komi tekjurnar til að greiða af henni að mestum hluta.

Well, mér finnst að mjög skiljanlegt að það sé ekki hægt að moka út lánum til fólks sem lætur svo lánin greiða sig sjálf með leigunni. Nógu erfiður er þessi leigumarkaður víst fyrir því.

Dóttirin er ekki jafn sammála og sátt. Henni finnst líka stundum allt frekar fáránlegt í tilverunni sem er ekki samkvæmt hennar hugmyndum eða hennar vinkvenna.

Ég eldaði ekta osso bucco í kvöld í fyrsta skipti. Það sló í gegn.
Sjúbeinin voru sérlega góð, ég mokaði úr þeim með tíspúnu.
*rop*

Mér finnst ég sinna þessum fjölskyldumeðlimum mínum með ágætum, hundþreytt og illa upplögð í dag eftir vinnu og brask en samt þvoði ég þvott, lagaði til og eldaði matinn..... OG BLOGGAÐI! (en það er fyrir mig, ekki fjölskylduna)

Engin ummæli: