föstudagur, 11. maí 2007

Átvr einokunarverslunin

Fuss og svei!
Ég ætlaði að kaupa jarðaberjalíkjör frá Marie Brissard og nei takk. Hann er ekki til.
Það er ENGINN jarðaberjalíkjör til sem er bara með jarðaberjum.
Og ég sem var að uppgötva jarðaberja mohito sem er betri en allt sem rennur og í honum er jarðaberjalíkjör frá MB!
Ég ætla að sérpanta KASSA á mánudaginn!
Reyndar fann ég góðan mann sem ferðast látlaust og ætlar að bera í mig áfengi á fríhafnarverði héðan í frá svo ég er í góðum málum "rallarallala"!
Skál!

Jarðaberjamohitoarnir annað kvöld reddast samt því ég fann Polar jarðberja/lime/vodka drykk sem kemur í staðinn fyrir MB þangað til kassinn mætir :)

Engin ummæli: