sunnudagur, 6. maí 2007

Byrjun er til allra hluta nauðsynleg!

Þar sem ég hef lagst í annarra manna blogg undanfarið hef ég ákveðið að blogga sjálf.
Þó ekki sé nema til þess eins að lesa "gömul" eigin blogg af og til og dást að eigin snilld ;þ.

Skippy var í kvöldmatinn. Ég er ekki viss um að ég hafi farið rétt að við að elda dýrið.
Penslaði með mulinni piparblöndu og ólífuolíu og steikti á steikarpönnu.
Svo hafði ég villisveppasósu með og lauksultu.
Þetta dýr var skrýtið á bragðið.
Kannski hefði eitthvað annað farið betur með dýrinu en yngsti sonurinn reyndi skilmerkilega að troða þessu í andlitið á sér eins og öllu öðru sem fyrir hann er borið. Hann sagði þó að þetta hefði örugglega smakkast betur ef ég hefði ekki sungið "Skippy, Skippy, the words greatest kangaroo" hástöfum meðan hann var að borða.
Hver veit.
Kannski hefði önnur dinnertónlist passað betur við kengúrusteikina :)

Við horfðum líka á mynd saman og skemmtum okkur alveg gífurlega vel!
"A night at the museum" með Ben Stiller (sem mér finnst leiðinlegur nema í þessari mynd) og hún var stórkostlega skemmtileg.

Ég vona að ég verði aldrei svo fullorðin að hætta að hoppa í sætinu og hlæja upphátt að ævintýramyndum sem eru gjörsamlega óraunverulegar!

Engin ummæli: