fimmtudagur, 10. maí 2007

Ég er bjáni!

Vinkona mín hringdi.
Ég var að tala við vin minn sem er erlendis. "Hann ætlar að kjósa Eirík og fyrir mig líka.
Svo er sonur minn líka úti og ætlar að kjósa hann".
"Hvað, ætlar þú ekkert að kjósa Eirík" spurði bjáninn ég.
Það þarf ekki að segja meira.
Ég er bjáni. Var búin að safna öllum símum heimilisins saman til að kjósa EIRÍK!

3 ummæli:

Ólafur Kr. Ólafsson sagði...

Hvaðahvaða. Bjáni er allt of djúpt í árinni tekið... Getum við ekki samið um KJÁNI?

Heiða sagði...

Sko... ég skildi ekkert í því af hverju það kom bara "það er enginn notandi með þetta símanúmer" þegar ég ....reyndi að kjósa Eirík:)
kv.Heiða

Heimilisfræðinördinn sagði...

Heiða, bilun í símkerfinu greinilega.
Ég get verið bjáni en það er ekki fræðilegur að við tvær séum bjánar. Það er eitthvað að SÍMAÞJÓNUSTUNNI!