Dekkjaviðskipti, lítilsvirðing og erlendir dekkjaverkstæðisstarfsmenn!
Ég keypti 2 ný dekk og lét setja þau undir í dag hjá Sólningu.
Hringdi fyrst og fékk að vita að dekkin væru til og hvað þau kostuðu.
Brunaði á staðinn.
Spurði þann fyrsta um framdekk.
"Ekki tala íslensku"
Sama svar fékk ég frá næstu þremur aðilum.
Loks fannst einn, hann talaði fína íslensku með fallegum hreim.
Bíllinn var pumpaður upp og framdekkin rifin undan.
Þá kom í ljós að dekkin umræddu voru ekki til, ekki á staðnum það er að segja.
"Dekkin koma eftir fimm mínútur" sagði maðurinn með fallega hreiminn.
Eftir 75 mínútur kom maður með dekkin.
Ég, sem er ekki þekkt fyrir mestu þolinmæði í heimi brosti til hans og sagði, "ég er búin að vera hér í rúman klukkutíma og ég fékk ekki af mér að æsa mig. Það voru nógir til þess og það þótt þeir þyrftu ekkert að bíða"
Hann þakkaði mér fyrir og gaf mér sautján prósent afslátt og þegar ég fór þá brosti sá með fallega hreiminn hringinn til mín í kveðjuskyni.
Sá sem kom með dekkin talaði hreimlausa íslensku og hét alíslensku nafni.
Hér eftir ætla ég að leggja mig meira fram við að vera umburðarlynd og þolinmóð yfirleitt. Viðmót alltof margra var niðrandi við þessa nýbúa sem voru dugnaðarforkar sem lögðu sig alla fram við að rúlla dekkjum af og á bíla í löngum röðum, alltaf með sama jafnaðargeðinu og endurtóku reglulega án pirrings "ég tala ekki íslensku" við mjög misviðmótsþýða íslendinga.
1 ummæli:
Nei sko! Þetta varst þá þú!!
Frábært blogg!!
Skrifa ummæli