Ég er búin að kjósa!
Ég kaus Ómar.
Sjálfstæðismenn geta alveg séð af mínu atkvæði handa honum. Ég vona að fleiri hafi ákveðið að taka sénsinn og hafa nóg hugrekki til að Ómar komist á þing!
Hann á það skilið, menn með hugsjón eru orðnir fágætir í raunheimum.
Áfram ÓMAR!
Nú sit ég í snjóhvítum fötum frá hvirfli til ilja með nýlakkaðar, eldrauðar táneglur og bíð þess að verða sótt.
Ég er að fara í Eurovision/kosningagrill hjá syni mínum og tengdadóttur. Þeim sem eru að gera mig að ömmu LANGT FYRIR ALDUR FRAM! Yndislegt :)
Jarðaberjamojito hráefnið bíður þess líka að verða sótt með mér.
Skál og gleðilega kosningavöku!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli