miðvikudagur, 9. maí 2007

Fyrsti stúdent familíunnar framundan!

Dóttir mín verður stúdent 26. maí.
Ég varð aldrei stúdent :(
Skaust fyrir horn upp í HÍ á síðustu metrum menntaskólans hátt á þrítugsaldri og hef alltaf verið með auman blett vegna húfuleysisins.
Nú fæ ég uppreisn æru.
Vona bara að dóttirin hafi pantað sér húfu í stærra lagi svo ég geti stolist til að máta.....



... og helst fest mátunina á mynd sem ég get svo horft á í sjálfsblekkingarvímu á fjórða jarðaberjamohito og ímyndað mér að húfan hafi alltaf átt heima á hausnum á mér!
Til hamingju ;)

Engin ummæli: