þriðjudagur, 29. maí 2007

Eintóm hamingja :)

Stúdentinn minn tók við tvennum verðlaunum.
Önnur fyrir frábæran árangur í stærðfræði og hin fyrir frábæran árangur í efnafræði.
Hún er vel feðruð.
Ég get lagt saman 2 og 2 og fengið út fjóra ef ég vanda mig.
Veislan var snilld. Ættingjarnir eru margir hverjir skrautlegir og skemmtilegir karakterar og ræðurnar voru í samræmi við það.
Á tímapunkti voru tveir hundar veislugestir og það var svona massíft ítalskt catastrofíu ástand!
Bara gaman.
Það var mikið skálað og hlegið og borðað.
Stúdentinn ljómaði og skein eins og sólin, enda með 9.4 í meðaleinkunn og 178 einingar og það á 3 árum eða 6 önnum.
Nú stefnir hún að inntökuprófi í læknisfræði ásamt kærustunni og fleiri vinkonum og það er því lesið stíft fyrir próf þessa dagana.
Set mynd inn af dömunni í kvöld. Tölvan er með vesen og upphal á myndinni stoppar alltaf.
:D

Engin ummæli: