Upptekin í dag
Ég var upptekin í dag.
Upptekin ásamt þremur nemendum mínum, Arnari, Kjartani og Sindra.
Þeir voru í stúdíói hjá Bjarna á Grillinu, landsliðsmanni í matreiðslu og einum af umsjónarmönnum "meistaramatur" á www.mbl.is
Þar elduðu þeir sigurréttinn sinn úr kokkakeppni grunnskóla Reykjavíkur sem haldin var 21. apríl síðastliðinn í Menntaskólanum í Kópavogi.
Það var gaman að horfa á þessa skemmtilegu drengi "upptekna" við að elda og kenna öðrum að elda :)
Rétturinn verður flottari í hvert sinn sem þeir búa hann til og hann er einstaklega góður.
Ég hlakka til að fara með strákunum til London og matgæðast með þeim. Þetta eru menningarlegir ungir menn sem er gaman að vera í kringum.
Snilldardagur :)
Sigurréttur Rimaskóla í kokkakeppni grunnskóla Reykjavíkur 2007.
"Innbakaður íslenskur lax með peru og eplamauki með salati og matsuhisa dressingu"
Eftir viku verður hægt að elda þennan rétt með aðstoð þriggja 15 ára grunnskólapilta á http://mbl.is/mm/folk/
Verði ykkur að góðu :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli