Argentína Steikhús!
Nammm!
Ég fór ásamt 2 öðrum heimilisfræðikennurum sem tóku þátt í kokkakeppni grunnskóla Reykjavíkur út að borða á Argentínu.
Þvílíkt dekur.
Fyrst fengum við jarðaberjamohito kokkteil (sem ég elska) og svo var byrjað að borða.
Sérvalin vín og hver rétturinn fylgdi öðrum eftir.
Risahörpuskel á salatbeði, humar í wasabi froðu, risahörpuskelja og humar margaríta, karamelluseruð önd, heitreykt gæs, nautacarpaccio með truffluolíu, hreindýrasteik og svo heit súkkulaðiterta með panna cotta og vanilluís.
Jömmmmmmmí!
Við vorum alsælar.
Ég kann þeim Argentínumönnum, Ara, Stefáni, Guðmundi og Kristjáni miklar þakkir fyrir hversu almennilegir þeir eru við mig og mitt fólk. Það er alveg ólýsanlega gaman að koma til þeirra og maturinn er sæla í hvert sinn.
Ég mæli eindregið með þessum stað fyrir þá sem vilja eiga notalega og matvæna kvöldstund :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli