fimmtudagur, 27. september 2007

Fjöreggið

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) veitir fjöreggið árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá árinu 1993 með stuðningi frá samtökum iðnaðarins.

Ég var tilnefnd og valin í fimma manna úrslitahóp ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum (ég er farin að líta á mig sem fyrirtæki).

Tala alltaf um mig sem "við" og "okkur" þegar ég er að vinna að undirbúningi kokkakeppni Rimaskóla og svo grunnskóla (Reykjavíkur) 2008.

Ávaxtabíllinn, Fylgifiskar, Mjólkursamsalan (stoðmjólk) og Móðir náttúra eru hinir fjórir aðilarnir sem geta átt von á fjöregginu.

Þetta kemur allt í ljós þriðjudaginn 16. október.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á ég nú að trúa því að þú sért ekki líka formaður dómnefndar þarna ?

Nafnlaus sagði...

Þú ert snillingur!! Til lukku með þetta ;)

Strípó

Nafnlaus sagði...

WÚHHÚ! Þetta fólk hjá Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands eru bara snillingar... Auðvitað völdu þeir Áslaugu!