Herbergi með tilgang :)
Í íbúðinni minni er nú herbergi sem hefur þann eina tilgang að hýsa fólk að snæðingi.
Það er hægt að troða þar inn 12 manns með topp skipulagi.
Ég er bókstaflega að springa úr ánægju með það þótt karldurgurinn sé ennþá örlítið bit á því að fólki detti í hug að eyða heilu herbergi eingöngu í þennan tilgang.
Hann á eftir að sjá ljósið.
Við vígðum borðstofuna í gærkvöldi.
Anton frændi minn, systkini hans, móðir og vinur hennar voru vígslugestirnir.
Hér er svo mynd af dýrðinni :)
3 ummæli:
Hahahahahahaha nú skil ég hvað þú áttir við þegar þú sagðir að ég ætti eftir að fá kast þegar ég sæi ,,stóru" borðstofuna þína. Vona að matarboðið fyrir Fjólu og co í gærkveldi hafi gengið slysalaust fyrir sig í konunglegu borðstofunni þinni. Hvernig ætlar þú að koma okkur öllum 11 fyrir í kvöld? Pant sitja nálægt hurðinni, svo ég komist á salernið (ef náttúran kallar) á meðan borðhaldi stendur!!!!!
Strípó
Jamm takk fyrir okkur, og aftur til hamingju með dýrðina elsku sys.
Með kv og ljóstýru (kastara) til karldurgsins.
Litla sys og familie.
eg var ad leita ad, takk
Skrifa ummæli