þriðjudagur, 4. september 2007

Ísmolar og ballroom!!!

Doktorsnemarnir búa í þessari líka ferlega sætu íbúð á Keili.
Þær hafa afnot af 10 stórum þvottavélum og 14 stórum þurrkurum!!!!
Geta opnað þvottahús ef þær verða blankar!!!

Það er klakavél á hæðinni fyrir ofan þær.

Það er GEGGJAÐUR líkamsræktarsalur með ROSALEGA flottum tækjum við endann á ganginum þeirra.

Það er risasalur á þriðju hæðinni sem hægt er að halda heilt ball í.

Örverpið hefur ákveðið að flytja til þeirra við fyrsta tækifæri, íbúðin við hliðna er nefnilega laus.

Mikið er kósý og huggulegt hjá þeim og gott og gaman að vita af þeim þarna.......
þótt ég sakni þeirra.

Til hamingju stelpur með þetta fallega heimili, klakavélina, samkomusalina og ALLAR þvottagræjurnar :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk mamma og tengdó!

Smári getur líka alltaf gist í sófanum, Stína hefur ekki talað um annað en hversu gott það var síðan hún prófaði! Það myndi þó verða erfitt að draga hann út úr tækjasalnum :)