laugardagur, 8. september 2007

Jón Þór Baldursson


Við skemmtilega athöfn í kirkju Óháða safnaðarins var ömmustrákur skírður í dag.
Skírnarvottar og guðforeldrar hans voru Rakel móðursystir og Smári föðurbróðir.
Guðforeldrarnir fluttu bæn í athöfninni og pilturinn fékk nafnið Jón Þór.
Í veislunni var svo boðið upp á svið, rófustöppu, súrmat, harðfisk, bæði hráa og reykta hrefnu með piparrót og soya, flatbrauð með hangikjöti.......og svo voru "einhver" salöt. Svona lýsti faðir Jóns Þórs matseðlinum fyrir gestunum.
Það voru líka tertur og kaffi á eftir og þetta var ferlega skemmtileg veisla :)

Eins og sést þá er hann Jón Þór einstaklega efnilegur, ekki nema mánaðargamall og fylgist vel með hlutunum í kringum sig, enda er hann líkur ömmu sinni!

*sæluandvarp* þau eru svo falleg mæðginin.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það mætti nánast segja að það væri svipur með ykkur ;)

En það verður að segjast eins og er... Þessi drengur er alveg æðislegur! Frábær mynd af honum með mömmu sinni, eins og hann sé nýbúinn að stíga í tölu fullorðinni manna. Já, var hann ekki bara svona hálfgert að því.. og ánægður með það?

Nafnlaus sagði...

Hreint út sagt alveg myndartappi. Ekki ólíkur föðurmynd sinni.

S.

Nafnlaus sagði...

Ohhh hann er svo æðislegur þessi litli gullmoli :)

Strípó ,,frænka"