þriðjudagur, 11. september 2007

Ég og Jón :/

afi hans Jóns Þórs vöknuðum með þessa hrikalegu magapest á mánudagsmorgninum.
Í gærkvöldi var Jón búinn að tapa 2.5 kg og ég hef grun um að ég hafi misst að minnsta kosti jafn mikið.

Ég er samt ekki viss um að við slægjum í gegn með þessa "ristilhreinsunarmegrun" okkar.
Hún tekur fullmikið á.

Sonur minn, faðir Jóns Þórs, heldur því fram að við Jón eigum það sameiginlegt að vera ÁTVÖGl og að við höfum étið yfir okkur af sviðum og þess vegna fengið í magann. Við höfum ekki frétt af neinum nefnilega ennþá sem komu svona undan skírnarhelginni.

Ég er hinsvegar að láta mér detta í hug að við Jón höfum sameinast um þennan magavírus þegar við vorum að undirbúa og smakka hákarlinn. Við vorum nefnilega þau einu sem smökkuðum hann og ákváðum svo í framhaldinu að setja hann ekki fram á borð.
Han n var nefnilega skemmdur.

Vonandi rísum við Jón upp úr þessu jafngóð og áður, örlítið grennri :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hugsa að þetta sé ein af þessum magakveisum sem ganga, dóttir mín er óskólafær sökum magaverkja og tilheyrandi þessa dagana.
Kv. Litla sys

Nafnlaus sagði...

Hehe, þess vegna spurðirðu mig að því hvort ég væri ok í maganum þarna eftir skírnina. Ég borðaði bara óskemmda matinn sko;)

Strípó