Miðaldra krísuástand !
Talaði við jafnaldra vinkonu mína í morgun. Hún er klár og ferlega vel gerð manneskja. Við erum sammála um að það að vera á fimmtugsaldri er ekkert grín. Geðið flýgur um í hormónaflippi, sálin hristist og allt veldur manni djúpum analískum pælingum um tilveruna og manns eigin stað í þessari tilveru. Hvers vegna gerði maður þetta, hvers vegna virkaði þetta svona og hinsegin, af hverju verða hlutirnir öðru vísi en maður ætlaði og hvers vegna kemur manni svona margt á óvart? Það líður varla sá dagur að við lendum ekki í einhverju formi af miðaldra krísu. Áhyggjuleysi unglingsáranna er sem sagt liðið hjá. Og ég sem hélt að allt yrði svo skýrt og greinlegt þegar maður yrði fullorðinn. Einfalt, klárt og maður yrði öruggur með sig og með allt á hreinu. Mér líður eins og óöruggum, týndum unglingi með bólur í leit að sjálfri mér og meiningu lífsins. Lækningin felst í því að hitta litlu fjölskylduna, horfa á myndir af þeim og gleðjast yfir því að vera ættmóðir. Og þvílík fjölskylda. Sonur minn og tengdadóttir gætu tekið fólk á námskeið í að vera par, foreldrar, ástfangin og hamingjusöm. Þau sameina alla í kringum sig og litla piltinn sem verður skírður um næstu helgi. Ég er yfir mig glöð að litli ömmustrákurinn minn á fullt af ömmum og öfum úr öllum áttum og að hann fái að njóta þess að allir séu glaðir og hamingjusamir yfir honum. Að faðir hans sé stoltur af uppruna sínum og öllum sínum aðstandendum. Ömmudrengurinn á alla uppskeru heimsins skilið. Bárðdælsk svið mega alveg vera BEST :) |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli