Minning um skírn
Þegar yngsti sonurinn var skírður var doktorsneminn rétt að verða 4ra ára gömul.' Hann var skírður á afmælisdaginn hennar. Hún vildi láta skíra sig aftur. Var ekki sátt við nafnið sitt sagði hún, fannst það ekkert flott. Við ræddum þetta fram og til baka og hún var alveg glerhörð. "hvað viltu þá heita" spurði ég í þeirri von að þetta væri hugmynd út í loftið hjá henni. "GIRMA!" kom svarið um hæl. Ég hélt niðri í mér hlátrinum, þetta var gælunafn sem ég notaði stundum á hana og hafði líka komið fram í einhverri sögubók sem hún hafið gaman af. Samþykkti með undanfærslum svo ég gæti haldið áfram við undirbúning fyrir skírnarveisluna. Hún elti mig fram, ákveðin mjög og sagði "þurfum við ekki að gera eitthvað?". "Gera eitthvað?" spurði ég. "Já, við verðum að tala við prestinn og láta hann vita hvað ég á að heita!" Hún heitir ennþá Auður Elva en mig minnir það hafi kostað töluverðar fortölur að fá hana ofan ef þessu. Hún var nefnilega og er skýr og ákveðin dama! Doktor Girma Vignisdóttir hjómar dálítið sérkennilega :) |
1 ummæli:
Hehe en krúttilegt!
Skrifa ummæli