föstudagur, 7. september 2007

Hetjan mín, strípalingurinn :)

Helga vinkona mín sem venjulega gengur undir nafninu strípalingurinn er hetjan mín.
Ég hef séð hana standa af sér og rísa upp frá stærsta áfalli sem nokkur getur orðið fyrir.
Hún er svo skemmtilega eðlileg og svo ofboðslega getumikil kona og hún er sko glæsileg líka.

Mér þykir svo vænt um hláturinn hennar og að hann hafi lifað af raunirnar.

Hún arkar áfram veginn ákveðin í að lifa af krafti í minningu dóttur sinnar.
Þannig tæklar hún sorgina.

Ég dáist að henni og í dag er viðtal við hana í DV sem lýsir henni ofsalega vel.

Ég vona að krafturinn hennar geti orðið öðrum ljós í myrkri.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahhá! Sammála, segi og skrifa "Já, amen og HÚRRA fyrir Strípó!" Hún er algjör hetja.

Nafnlaus sagði...

heyr heyr!

prentsmiðjan

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir falleg orð í minn garð, maður verður bara klökkur!

Strípó