Við karldurgurinn versluðum spanhelluborð og blástursofn í dag. Frá því ég keypti Dísó hef ég brasað á hálfónýtum búnaði sem fylgdi með, glænýr, en virkaði svo illa að flestir nágrannar mínir fóru með græjurnar og hentu í umboðsaðila Fagor á Íslandi og fengu aðrar græjur. og þetta var fyrir tæpum tíu árum! Ég hef survivað á þessu drasli enda vön eldavélum og ofnum til sjós sem þurfti að handstýra hitanum á, það virkuðu engar stillingar svo ég er öllu illu vön. Nú var nóg komið!
Heimilisfræðinörd eins og ég verður að hafa almennilegan búnað svo við redduðum málunum í Húsasmiðjunni. Electrolux blástursofn sem hægt er að hita upp í 275°C og gera allskyns kúnstir með og gífurlega flókið spanhelluborð frá sama aðila sem hægt er að prógramma svo það eldi að manni fjarstöddum. (það á eftir að taka mig tíma að læra á það)
Það er ekki hægt að nota neina venjulega potta á svona undravélar svo við versluðum nýja potta og eina litla pönnu með. Nú verður bakað, brasað, soðið, steikt og grillað. Þarf að vísu í Kokku að kaupa almennilega stóra pönnu en slíkar fást víst ekki á hverju horni fyrir svona SPAAAAAn borð :)
Kitchenaid hrærivélin mín sem hefur staðið biluð í tæp þrettán ár er komin úr viðgerð. Það var smotterí að henni. BAAAKSTUR í aðsigi!
Svo í ofanálag erum við langt komin með að mála herbergi brottflutts doktorsnemans, þá flytur örverpið þar inn, hans fyrrum herbergi verður málað og uppfært í borðstofu.
Ég finn lyktina af matarboðum hægri vinstri! Nýjar græjur, ný borðstofa og alles! Get ekki beðið :D :D :D
|
2 ummæli:
Geeeeeðveikt, ég er farin að finna ilminn :D
prentsm.
ps. allt of langt nafn þessi "prentsmiðja", þegar maður er að commenta á mörg blogg ... asskoti ertu dugleg að skrifa kona, ég þurfti að lesa heil þrjú, segi og skrifa Þ R J Ú blogg núna
Gleymdi að segja ... TIL HAMINGJU elskurnar *koss*
pm
Skrifa ummæli