Terror ástand!!!
Mig vantar pípara til að tengja handklæðaofn á baðinu.
Mig vantar tölvuséní til að koma minni tölvu og sonarins í netsamband.
Hann flutti sig um herbergi og nær nú engu netsambandi við þráðlausa síma ráderinn.
Mig vantar tæknilega sinnaðan aðila til að laga allar tengingar á sjónvarpinu við heimabíóið, digitalið, adsl yfir símann og hinar græjurnar.
Mig vantar mann til að þrífa og gera við bílana, aðallega karldurgsins, því ég hef þó reynt að þrífa og halda mínum bíl við.
Mig vantar stærðfræðiséní til að aðstoða soninn við stærðfræðina.
Mig vantar ritara til að skrifa allar þessar endalausu skýrslur, plön og viðskiptaáætlanir sem ég þarf að skila af mér í massavís eins og stendur.
Mig vantar nuddara og kokk.
Mig vantar kvensjúkdómalækni!!!
Mig vantar ýmislegt fleira og ekki síst vantar mig tíma.
Ef ég hefði nægan tíma held ég að ég gæti reddað þessu öllu. Grúska bara í málunum og finn svo út úr þeim en ég hef bara ekki tíma til að geta verið kennari, húsmóðir, bókhaldari, aðstoðarkennari í stærðfræði, tölvugúrú, kokkur, húsmóðir, lover, vinur, reddari, höfundur, pípari, bílaviðgerðarmaður/kona, bílaþvottamaður/kona, fyrirvinna, föndrari, rafvirki, málari, húsgagnasamsetningarmeistari, uppvaskari og amma.
Ég er sko greinilega ekki ofurkona......
.....enda hef ég frétt að hún sé dauð!
Valium óskast!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli